Brunabjallan glymur á Framsókn

Fimm eru í framboði til formanns Framsóknarflokksins en talið er …
Fimm eru í framboði til formanns Framsóknarflokksins en talið er að baráttan standi einkum milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Höskuldar Þórhallssonar og Páls Magnússonar mbl.is/Árni Sæberg

Spennustigið fer hækkandi á flokksþingi Framsóknar á þessum lokadegi en brátt ganga fulltrúar að kjörborðunum og velja sér nýjan formann og varaformann. Einnig verður kosið til ritara. Kosningahitinn er raunar svo mikill að brunabjallan í Valsheimilinu glymur reglulega. Framsóknarmenn hafa hins vegar ekki kippt sér upp við það og sitja hinir rólegustu í sætum sínum og greiða atkvæði um hinar ýmsustu ályktanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert