Eygló Harðardóttir var nú fyrir skemmstu kjörin ritari Framsóknarflokksins með miklum meirihluta atkvæða eða tæplega 73%. Velti hún þar sitjandi ritara úr sæti en það var Sæunn Stefánsdóttir.
Eygló er þingmaður flokksins en hún tók sæti á þingi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku.
Þetta þýðir að nýtt fólk fer með öll helstu embætti Framsóknarflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður og Birkir J. Jónsson varaformaður.