Eygló Harðardóttir ritari

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardótt­ir var nú fyr­ir skemmstu kjör­in rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins með mikl­um meiri­hluta at­kvæða eða tæp­lega 73%. Velti hún þar sitj­andi rit­ara úr sæti en það var Sæ­unn Stef­áns­dótt­ir.

Eygló er þingmaður flokks­ins en hún tók sæti á þingi þegar Guðni Ágústs­son sagði af sér þing­mennsku.

Þetta þýðir að nýtt fólk fer með öll helstu embætti Fram­sókn­ar­flokks­ins en Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son var kjör­inn formaður og Birk­ir J. Jóns­son vara­formaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert