Býður sig ekki fram til varaformanns

Höskuldur Þórhallsson á flokksþinginu í dag.
Höskuldur Þórhallsson á flokksþinginu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Höskuldur Þórhallsson býður sig ekki fram sem næsta varaformann Framsóknarflokksins þrátt fyrir áskoranir þess efnis. Hann segist una niðurstöðu kjörfundar.

Höskuldur segir það hafa verið mjög góða tilfinningu að vera formaður Framsóknar í þær fimm mínútur sem liðu þar til úrslitin voru leiðrétt. Hann segir að það hafi að sjálfsögðu líka verið ákveðin vonbrigði að ná ekki kjöri en hann hefði vitað eftir fyrstu umferð að það gæti brugðið til beggja vona. Hann styðji þó forystu heilshugar.

Skorað var á Höskuld að bjóða sig þegar í stað fram sem varaformaður flokksins en Höskuldur sagði það ekki ætlun sína. Hann myndi una niðurstöðu kjörfundar og halda ótrauður áfram starfi sínu á Alþingi.

Höskuldur sagði mistökin við úrslitin hafa verið það, mannleg mistök, og ekki bera neinn kala til kjörstjórnar. Það hefði ekki verið sín ósk að Haukur Ingibergsson segði af sér sem formaður kjörstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert