Framsóknarmenn kjósa formann

Formannsframbjóðendur á landsfundi Framsóknarflokksins
Formannsframbjóðendur á landsfundi Framsóknarflokksins mbl.is/Árni Sæberg

Kosning formanns Framsóknarflokksins var að hefjast. Fimm eru í framboði: Höskuldur Þórhallsson, Jón Vigfús Guðjónsson, Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ef enginn þeirra nær 50% atkvæða þá þarf að kjósa á milli þeirra tveggja sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð. Hægt verður að greiða atkvæði til klukkan 13:30 en ef enn eru langar biðraðir við kjörklefa verður leyft að kjósa eitthvað lengur.

Þegar formannskjöri lýkur verður varaformaður flokksins kjörinn. Tvö eru í framboði, þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttir. Þrjú bjóða sig fram í embætti ritara: Eygló Þóra Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sæunn Stefánsdóttir. Sama gildir um embætti varaformanns og ritara, ef enginn fær helming atkvæða þarf að greiða atkvæði á ný um þá tvo sem flest fengu atkvæði. Þar sem einungis tveir eru í framboði til varaformanns þá verður einungis kosið einu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert