Höskuldur og Sigmundur áfram

Frá formannskosningunni í dag.
Frá formannskosningunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengu flest atkvæði í fyrri umferð í formannskjöri Framsóknarflokksins. Þar sem enginn fékk meira en 50% atkvæða verður kosið á milli þeirra tveggja. Sigmundur Davíð fékk flest atkvæði 351 atkvæði eða 40,9% Höskuldur fékk 325 atkvæði eða 37,9%.

Talsverða athygli vakti meðal landsfundagesta að Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi fékk ekki nema 18,9% atkvæða eða 162 atkvæði. Aðrir sem buðu sig fram, Jón Vigfús Guðjónsson, Lúðvík Gizurarson, fengu mun færri atkvæði en alls greiddu 858 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert