Línubáturinn Gulltoppur GK frá Grindavík er einn þeirra fjölmörgu aðkomubáta sem eru gerðir út frá Snæfellsbæ um þessar mundir, enda hefur verið mjög góð aflabrögð hjá bátum sem róa frá Snæfellsnesi.
Gulltoppur er í eigu Stakkavíkur í Grindavík og allur afli keyrður þangað til vinnslu daglega ásamt bjóðunum, en Gulltoppur GK er einn þriggja stærri báta á landinu sem róa með landbeitta línu en flestir stærri bátar eru með beitningarvél.
Aflinn hjá Gulltopp Gk hefur verið mjög góður að undanförnu að sögn skipsverja en í þessum róðri var aflinn 7 tonn á 60 bala.