Milljón trjáplöntur á haugana

Frá Heiðmörk þar sem gríðarlega mikið hefur verið gróðursett
Frá Heiðmörk þar sem gríðarlega mikið hefur verið gróðursett mbl.is/Áslaug

Svo gæti farið að samtök skógarbænda þyrftu að keyra milljón trjáplöntur á haugana í vor. Samningar voru gerðir um kaup á plöntum í fyrra og við þá verður að standa. Hins vegar er útlit fyrir að skógarbændur hafi ekki bolmagn til að koma þeim í jörð vegna kostnaðar.

Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga og Landssamtaka skógareigenda, segir að niðurskurður á fjárveitingum nemi um 20% í öllum fjórðungum nema á Austurlandi, en skógarverkefnið þar hafi staðið betur að vígi. Auk þess glími skógarbændur við óðaverðbólgu eins og aðrir.

„Þetta er gríðarmikill niðurskurður og að mörgu leyti er erfitt að mæta honum,“ segir Björn B. Jónsson. „Á síðasta ári gerðu landshlutaverkefni í skógrækt samninga um kaup á um fjórum milljónum trjáplantna eftir útboð hjá Ríkiskaupum. Samningar eru undirritaðir og búið að framleiða plöntur sem bíða vorsins í geymslum hjá framleiðendum. Í þessum lið er ekki hægt að skera niður um krónu og bitnar niðurskurðurinn því af tvöföldu afli á gróðursetningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka