Atkvæðagreiðslu í kjöri formanns Framsóknarflokksins er lokið og má vænta þess úrslitin liggi fyrir eftir fljótlega. Fimm eru í framboði: Höskuldur Þórhallsson, Jón Vigfús Guðjónsson, Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ef enginn þeirra nær 50% atkvæða þá þarf að kjósa á milli þeirra tveggja sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð.
Nú kynna varaformannsefnin sig og sín málefni en tvö eru í framboði til varaformanns, Birkir Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttir. Því er ljóst að einungis ein umferð verður í varaformannskjörinu.
Þrjú bjóða sig fram í embætti ritara: Eygló Þóra Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sæunn Stefánsdóttir.