Sigmundur kjörinn formaður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður kjörstjórnar Framsóknarflokksins, Haukur Ingibergsson, segir að ákveðin mistök hafi átt sér stað við talningu atkvæða í formannskjöri Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því rétt kjörinn formaður. Áður hafði verið tilkynnt um að Höskuldur Þórhallsson hafi verið kjörinn formaður Framsóknarflokksins.

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað hér á flokksþinginu þegar Höskuldur átti að fara að ávarpa þingið þá var hætt við það þar sem einhver mistök höfðu átt sér stað við talningu atkvæða. Í ljós kom að þegar tilkynnt var um nýjan formann kom í ljós að ruglast hafði verið á dálkum.

Það er því Sigmundur Davíð sem fékk 449 atkvæði en Höskuldur fékk 340 atkvæði en ekki öfugt líkt og tilkynnt var fyrst. 

 801 atkvæði voru greidd í síðari umferðinni. Sigmundur Davíð fékk flest atkvæði 351 atkvæði eða 40,9% í fyrri umferðinni en Höskuldur fékk 325 atkvæði eða 37,9%. Nýjar reglur sem samþykktar voru á flokksþinginu kveða á um að ef enginn fær yfir 50% atkvæða skal kjósa á ný um þá tvo frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni.

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi fékk 18,9% atkvæða í fyrri umferðinni eða 162 atkvæði. Aðrir sem buðu sig fram, Jón Vigfús Guðjónsson, Lúðvík Gizurarson, fengu mun færri atkvæði en alls greiddu 858 atkvæði í fyrri umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka