Á sjöunda hundrað gesta skemmtu sér konunglega á þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur sem haldið var í íþróttahöllinni á Húsavík í gærkveldi.
Þar með þjófstörtuðu Húsvíkingar þorranum eins og þeir hafa nú gert um allnokkurt skeið og það var svo sannarlega kátt í höllinni.
Veislustjórn var í höndum sjónvarpsmannsins Gísla Einarssonar sem fór á kostum og að borðhaldi loknu lék húsvíska hljómsveitin SOS fyrir dansi langt fram á nótt.