Valgerður fær jafnréttisverðlaun

Valgerður Sverrisdóttir er fráfarandi formaður Framsóknar.
Valgerður Sverrisdóttir er fráfarandi formaður Framsóknar. mbl.is/Golli

Valgerður Sverrisdóttir hlaut jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins á flokksþinginu í dag. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi flokksins, afhenti verðlaunin og sagði að Valgerður væri góð fyrirmynd en hún varð fyrst kvenna varaformaður og formaður Framsóknar og settist einnig fyrst kvenna í stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra.
Komu verðlaunin Valgerði mjög á óvart en þakkaði hún kærlega fyrir heiðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert