Ábyrgð á efnahagshruninu

Frá landsfundi Framsóknarflokksins.
Frá landsfundi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um telja kjós­end­ur Fram­sókn bera ábyrgð á efna­hags­hrun­inu, a.m.k að ein­hverju leyti, og svo virðist sem full­trú­ar á flokksþing­inu hafi líka litið svo á. Þetta seg­ir Ein­ar Mar Þórðar­son stjórn­mála­fræðing­ur og bend­ir á að þess vegna hafi kraf­an um end­ur­nýj­un verið svona rík.

Aðspurður hvort svipuð end­ur­nýj­un gæti verið framund­an í öðrum flokk­um bend­ir Ein­ar Mar á að ekki stefni í neinn slag á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem verður hald­inn aðra helgi. „En það er spurn­ing þegar menn sjá svona rót­tæk­ar breyt­ing­ar hjá ein­um flokki hvort það komi upp krafa inn­an annarra flokka líka,“ seg­ir Ein­ar Mar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert