Alþingi lækkar kostnað sinn um 215 milljónir

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Golli

Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að framlög til reksturs Alþingis lækki um tæp 10%. Alþingi fær rétt rúma tvo milljarða króna árið 2009, sem er 215 milljónum lægra en í upphaflegum fjárlögum.

Hjá Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, fengust þær upplýsingar að skipta mætti niðurskurðinum gróflega í fjóra þætti. Þannig sparist um 60 milljónir í launakostnað samkvæmt nýlegri ákvörðun kjararáðs um lækkun launa þingmanna og ráðherra, auk þess sem reglum um hvenær kalla skuli til varamann þingmanna verði breytt. Bendir Sturla á að á árinu 2009 verði varamenn aðeins kallaðir inn þurfi þingmaður að vera í burtu erlendis lengur en átta daga samfleytt í stað fimm daga áður.

Um 50 milljónir eiga að sparast í skrifstofurekstri í þinginu. Aðspurður segir Sturla að undir þetta falli margskyns útgjöld vegna skrifstofuhalds og starfsmannahalds þingsins. Þannig verður ekki ráðið í allar stöður sem losna á árinu með tilheyrandi lækkun launakostnaðar. Einnig á að leita allra leiða til að spara öll einstök útgjöld, sem birtast mun í minni þjónustu. Jafnframt á að draga úr útgáfukostnaði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert