Nærri lætur að 400 bálfarir hafi farið fram á Íslandi á síðasta ári. Nú eru útfararsiðir að þróast þannig að tæplega fimmta hver útför hér á landi er bálför. Þetta hlutfall er hærra á höfuðborgarsvæðinu, eða um 27%. Bálfarir fólks af landsbyggðinni eru ekki margar. „Það má kannski segja að viðhorfin til bálfara séu öðruvísi úti á landi,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis.
Fjallað er um útfararsiði í Morgunblaðinu í dag.