Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Sókn­ar­börn í Þjóðkirkj­unni, 16 ára og eldri, voru 195.576 tals­ins þann 1. des­em­ber sl. en það er fjölg­un um 1032 frá fyrra ári. Hlut­falls­lega hef­ur aft­ur á móti orðið þar fækk­un úr 80,1% í 78,6% af öll­um 16 ára og eldri.

Hag­stof­an seg­ir, að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta hlut­fall fer niður fyr­ir 80%. Það megi að nokkru leyti skýra með mikl­um aðflutn­ingi er­lendra rík­is­borg­ara á ár­inu 2008 en þeir flokk­ist við kom­una til lands­ins með óskráðum trú­fé­lög­um nema þeir skrái sig sér­stak­lega í trú­fé­lög. Í óskráðum og ótil­greind­um trú­fé­lög­um telj­ist nú 19.323 miðað við 16.713 í fyrra. Það sé aukn­ing um rúm­lega 2.600 ein­stak­linga eða tæp­lega 0,8% af heild­ar­mann­fjölda.

4,7% þjóðar­inn­ar, 16 ára og eldri, til­heyrðu ein­um af frí­kirkju­söfnuðunum þrem­ur: Frí­kirkj­unni í Reykja­vík (6008), Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði (3735) og Óháða söfnuðinum (2.196). Meðlim­um í Frí­kirkju­söfnuðum fjölgaði lít­ils hátt­ar milli ára eða um 464 ein­stak­linga.

Ása­trú­ar­fé­lagið þriðja stærsta trú­fé­lagið

Nú til­heyra 5,9% íbúa lands­ins trú­fé­lög­um í skráðum trú­fé­lög­um utan Þjóðkirkju og frí­kirkju­safnaða. Flest þess­ara trú­fé­laga eru smá og ein­ung­is þrjú telja fleiri en 1.000 meðlimi. Kaþólska kirkj­an er fjöl­menn­ust þeirra. Meðlim­ir henn­ar 16 ára og eldri voru 6650 árið 2008 sam­an­borið við 5678 1. des­em­ber 2007. Hvíta­sunnu­kirkj­an er næst stærst. Þar eru meðlim­ir nú 1625 sam­an­borið við 1559 frá fyrra ári. Ása­trú­ar­fé­lagið er þriðja stærsta trú­fé­lagið en meðlim­ir þeirra 16 ára og eldri eru nú 1168 sam­an­borið við 1059 ári áður.

Utan trú­fé­laga höfðu 7769 kosið að standa 1. des­em­ber 2008 sam­an­borið við 7310 ári fyrr.

Skráðum trú­fé­lög­um fjölg­ar um 15 frá 1990
Skráðum trú­fé­lög­um hef­ur fjölgað tals­vert á und­an­förn­um árum; skráð trú­fé­lög utan Þjóðkirkju og frí­kirkju­safnaða eru nú 25 en voru 10 árið 1990. Eitt nýtt trú­fé­lag varð til árið 2008 en það heit­ir Soka Gakkai In­ternati­onal á Íslandi (SGI á Íslandi) og var viður­kennt sem skráð trú­fé­lag af dóms- og kirkju­málaráðuneyt­inu þann 14. apríl síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert