Horft verði á málin heildstætt

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir viðræðurnar vera á byrjunarstigi.
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir viðræðurnar vera á byrjunarstigi. mbl.is/Ómar

Velferðarmál, skattamál, efnahags- og vaxtastefna, sem og áætlun ríkissjóðs skipta gríðarlegu máli fyrir útkomu þeirra víðtæku viðræðna sem hófust hjá heildarsamtökum vinnumarkaðarins í dag. Mikill vilji virðist vera meðal samningsaðila um að horfa á málin heilstætt og að fá stjórnvöld jafn fljótt að samningaborðinu og auðið er.

„Þetta er á algjöru byrjunarstigi,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, en dagurinn fór í skipta fundarmönnum niður í þrjá hópa sem munu á næstu vikum taka á atvinnumálum, kjaramálum og svo fjársýslu- og skattamálum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert