Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi

Samtökin Raddir fólksins hvetja til mótmælastöðu við Alþingishúsið kl. 13 á morgun, en þá verður þingið sett á nýjan leik. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að Íslendingar verði að vekja þingheim af Þyrnirósarsvefni.

„Fólk er hvatt til að hafa með sér söngbækur, sleifar, potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má til að framleiða hávaða. Gera má ráð fyrir að mótmælastaðan taki rúman klukkutíma.
 
Íslendingar verða að vekja þingheim af Þyrnirósarsvefni. Nauðsynlegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins hætti að hunsa kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verða að víkja tafarlaust og ríkisstjórnin verður að segja af sér og boða til kosninga hið fyrsta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka