Landaverksmiðju lokað

Lögreglumenn frá Selfossi fóru í gær í húsleit í uppsveitum Árnessýslu vegna gruns um að þar færi fram landaframleiðsla.  Leitin bar þann árangur að í húsinu fundust suðutæki, 300 lítrar af gambra og 20 lítrar af fullunnum landa.  Hald var lagt á áfengið og hefur karlmaður gengist við framleiðslunni.

Lögreglumenn, sem höfðu unnið að frumrannsókn málsins, munu í dag ljúka rannsókn í dag og málið þá sent ákæruvaldi til meðferðar. 

Þetta er í annað sinn á einni viku, sem lögreglumenn á Selfossi stöðva landaframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert