Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands

Norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur búið sig und­ir, að Íslend­ing­ar sæki um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hef­ur ráðuneytið reynt að sjá fyr­ir hvaða af­leiðing­ar það hafi fyr­ir norsk­an sjáv­ar­út­veg, að sögn norska blaðsins Af­ten­posten.

Haft er eft­ir  Magn­or Ner­heim, fram­kvæmda­stjóra í ráðuneyt­inu, að þar búi menn yfir þekk­ingu bæði á Evr­ópu­sam­band­inu og Íslandi og þar séu starfs­menn, sem tóku þátt í aðild­ar­viðræðum Norðmanna á ár­un­um 1993-1994. 

Blaðið seg­ir, að það muni einkum hafa áhrif á viðskipti með síld og hum­ar ef Íslend­ing­ar gangi í ESB og fái fellda niður inn­flutn­ing­stolla af þess­um afurðum. Íslensk­ur þorsk­ur sé þegar nán­ast toll­frjáls í Evr­ópu­sam­band­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert