Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur búið sig undir, að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hefur ráðuneytið reynt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það hafi fyrir norskan sjávarútveg, að sögn norska blaðsins Aftenposten.
Haft er eftir Magnor Nerheim, framkvæmdastjóra í ráðuneytinu, að þar búi menn yfir þekkingu bæði á Evrópusambandinu og Íslandi og þar séu starfsmenn, sem tóku þátt í aðildarviðræðum Norðmanna á árunum 1993-1994.
Blaðið segir, að það muni einkum hafa áhrif á viðskipti með síld og humar ef Íslendingar gangi í ESB og fái fellda niður innflutningstolla af þessum afurðum. Íslenskur þorskur sé þegar nánast tollfrjáls í Evrópusambandinu.