Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað

Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs nýja Landsbankans, segir að staða bankans hafi ekki versnað undanfarna daga eða vikur og sé svipuð og hjá öðrum bönkum. Orðrómur virðist vera um það í þjóðfélaginu að staða nýja Landsbankans sé afar slæm og bankinn sé hugsanlega á leið í þrot.

„Það hefur ekkert sérstakt komið upp í sambandi við okkur,“ sagði Ásmundur í samtali við mbl.is. 

„Ég sé ekki að það sé neitt sem bendi til þess að það sé önnur staða á Landsbankanum en öðrum bönkum og staða hans hefur ekkert verið að versna undanfarna daga eða vikur,“ segir hann.

Hann tekur fram að öll mál er varða Icesave-reikningana snúi að gamla bankanum. Nýi bankinn hafi ekkert með þá að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert