Spá 1,9% samdrætti á evrusvæði

Höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir því nú, að hagkerfi ríkjanna á evrusvæðinu svonefnda muni dragast saman um 1,9% á yfirstandandi ári. Áður hafði framkvæmdastjórnin spáð 0,1% hagvexti á svæðinu en Seðlabanki Evrópu hefur spáð 0,5% samdrætti.

Þetta er í fyrsta skipti, sem verg landsframleiðsla í aðildarríkjum Efnahags- og myntbandalags Evrópu dregs saman að meðaltali frá því evran var tekin upp fyrir nærri áratug. 

Framkvæmdastjórn ESB áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 1,5% á síðasta fjórðungi ársins 2008 og um 0,2% á fjórðungunum tveimur þar á undan. Áætlað er að samdrátturinn haldi áfram á fyrri hluta þessa árs.

Gert er ráð fyrir vaxandi atvinnuleysi og að fjárlagahalli ríkjanna fari að jafnaði umfram þau 3% mörk, sem sett eru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert