Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi

Fíkniefnin, sem fundust í bíl mannsins. Þau voru m.a. falin …
Fíkniefnin, sem fundust í bíl mannsins. Þau voru m.a. falin í pylsudósum. mbl.is/Kristinn

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt þýsk­an karl­mann, Dieter Sam­son, í fimm ára fang­elsi fyr­ir inn­flutn­ing fíkni­efna. Maður­inn flutti inn til lands­ins tæp 20 kg af kanna­bis­efn­um og 1,7 kg af am­feta­míni. Efn­in fund­ust í bif­reið manns­ins þegar hann kom til lands­ins með farþega­ferj­unni Nor­rænu í sept­em­ber sl.

Í dómi héraðsdóms kem­ur fram að maður­inn fór með Nor­rænu frá Dan­mörku. Þegar ferj­an kom við í Fær­eyj­um létu tol­lyf­ir­völd leita í henni með fíkni­efna­hundi og veitti hund­ur­inn bíl manns­ins sér­staka at­hygli. Voru tolla­yf­ir­völd á Íslandi lát­in vita. Maður­inn var hand­tek­inn við kom­una og ít­ar­lega leitað í bíln­um. Efn­in voru m.a. fal­in á bak við klæðningu í far­ang­urs­rými og í vara­hjól­b­arða.

Maður­inn viður­kenndi að hafa flutt inn efn­in en tók fram að það hefði ekki verið gert í ágóðaskyni held­ur hafi hlut­verk hans aðeins verið að aka bíln­um. Síðar tók hann fram að hann vissi ekki hvort efn­in væru í bíln­um eða ekki.

Við aðalmeðferð sagði hann rúss­neska kunn­ingja sína bú­setta í Þýskalandi hafa fengið hann til þess. Bíll­inn hafi verið keypt­ur sér­stak­lega fyr­ir ferðina og átti að falla í hans skaut eft­ir ferðina. Auk þess, sagði hann, greiddu Rúss­arn­ir ferðakostnað og átti hann að fá fimm þúsund evr­ur fyr­ir ferðina.

Dóm­ur­inn sagði framb­urð ákærða um að hafa ekki vitað um efn­in frá­leit­an. Litið var til þess að maður­inn á að baki gríðarleg­an af­brota­fer­il í Þýskalandi og ekki eru nema tvö ár liðin frá því hann tók út síðustu refs­ingu sína. Maður­inn er með sak­ar­fer­il frá ár­inu 1965, þar á meðal tvo dóma fyr­ir mann­dráp­stilraun. Sam­an­lögð refsi­vist, sem maður­inn hef­ur verið dæmd­ur til, er rúm­lega 45 ár.

Dóm­ur­inn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert