Alþingi kemur saman

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólaleyfi. Þingfundur hefst kl. 13.30 á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi verða fimm ráðherrar viðstaddir fyrirspurnartímann. Þeir eru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Samkvæmt dagskránni á m.a. að ræða lagafrumvarp viðskiptaráðherra um vátryggingastarfsemi, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra um greiðslur til líffæragjafa, þingsályktunartillaga Ögmundar Jónassonar um áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu og lagafrumvarp Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um kynjahlutföll í stjórnum fjármálafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert