Alþingi kemur saman

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Alþingi kem­ur sam­an í dag í fyrsta sinn eft­ir jóla­leyfi. Þing­fund­ur hefst kl. 13.30 á óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Alþingi verða fimm ráðherr­ar viðstadd­ir fyr­ir­spurn­ar­tím­ann. Þeir eru Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra, Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra og Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra.

Sam­kvæmt dag­skránni á m.a. að ræða laga­frum­varp viðskiptaráðherra um vá­trygg­inga­starf­semi, laga­frum­varp fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra um greiðslur til líf­færa­gjafa, þings­álykt­un­ar­til­laga Ögmund­ar Jónas­son­ar um áhrif markaðsvæðing­ar á sam­fé­lagsþjón­ustu og laga­frum­varp Stein­unn­ar Val­dís­ar Óskars­dótt­ur um kynja­hlut­föll í stjórn­um fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert