Augljóst að farið var á svig við stjórnsýslulög

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði á Alþingi í dag að augljóst væri að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefði farið á svig við stjórnsýslulög þegar hann skipaði í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra.

Árni Þór sagði, að fjármálaráðherra skeytti hvorki um skömm né heiður en langlundargeð þjóðarinnar væri löngu þorrið. Ráðherrann ætti að sjá sóma sinn í því að axla pólitíska ábyrgð á þessum embættismistökum. 

Árni M. Mathiesen sagði, að ekki hefði legið uppi að athugasemdir yrðu gerðar við þá hluti sem uppi voru í embættisveitingunni. Vísaði Árni til þess, að umboðsmaður Alþingis teldi ekki að þeir annmarkar ættu að leiða til þess að embættisveitingin yrði ógild. Árni sagðist myndu eins og hann hefði alltaf gert taka tillit til þeirra athugasemda, sem umboðsmaður Alþingis gerði.

Frammíkalli úr þingsal svaraði Árni á þá leið, að hann hygðist ekki segja af sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert