Hverfisráð Vesturbæjar veitti Melaskóla veglegan styrk til kaupa á
eftirlitsmyndavélum. Markmiðið með að setja upp eftirlitmyndavélarnar er að
efla forvarnir gagnvart einelti, eignaspjöllum og óæskilegri umferð á
skólalóðinni.
„Þessar vélar eru góð viðbót við það eftirlit sem starfsmenn
skólans veita á skólalóðinni og eiga án efa eftir að bæta vellíðan, öryggi
og samskipti barna á skólalóðinni í framtíðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru
í gangi allann sólarhringinn til þess að koma í veg fyrir eignaspjöll eins
og rúðubrot og veggjakrot. Melaskóli þakkar Hverfisráði Vesturbæjar fyrir
þennan rausnarlega styrk,“ segir í tilkynningu.