Einhliða upptaka evru óviðeigandi fyrir Ísland

Willem Buiter.
Willem Buiter.

Willem H. Buiter, prófessor við London School of Economics, mælir fastlega gegn einhliða upptöku evru. Í fyrirlestri sem hann hélt í gær sagði hann einhliða upptöku óviðeigandi fyrir Ísland.

„Það myndi útiloka landið frá því að fá nokkurn tíma fulla aðild að myntbandalagi Evrópu og njóta Seðlabanka Evrópu sem lánveitanda til þrautavara fyrir íslenska banka. Það gæti jafnvel útilokað ykkur frá aðildarviðræðum, enda skýlaust brot á þeim reglum sem gilda um aðildarferlið.

Ef þið viljið ekki fara inn í ESB og ekki fá þessa þjónustu frá Seðlabanka Evrópu eruð þið að biðja um að hafa einungis lágmarks bankastarfsemi. Ef svo er ættuð þið endilega að evruvæðast einhliða, því það er besta leiðin til að loka þessum dyrum endanlega.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert