Eldur kviknaði í bílskúr í við Háabarð í Hafnarfirði á áttunda tímanum í kvöld. Ein stöð var send á staðinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn var mikill en bílskúrinn var mannlaus.
Slökkvistöðvar slökkviliðsins eru 5 talsins
og eru dreifðar um höfuðborgarsvæðið. Hver stöðvanna fjögurra er mönnuð 5 - 6 mönnum allan
sólarhringinn.
Slökkviliðið var um klukkutíma á vettvangi.
Eldsupptök eru ókunn.