Ófært er nú um Fjarðarheiði vegna óveðurs. Samkvæmt upplýsingum Vepurstofunnar er nú norðaustan og austan 10-18 m/s á landinu, hvassast við Suðausturströndina og á annesjum norðvestantil. Víða um land er rigning eða slydda en þurrt er að kalla suðvestanlands.
Er líður á daginn er gert ráð fyrir að dragi úr úrkomu norðan og austanlands, en að þá verði dálítil slydda sunnan og suðvestanlands.
Á morgun er gert ráð fyrir 8-15 m/s og dálítilli slydda með köflum suðvestanlands, en annars úrkomulitlu. Hiti verður 0 til 5 stig.