Samfylkingin ræðir stjórnarsamstarfið

Sam­fylk­ing­in í Reykja­vík hef­ur boðað til op­ins fund­ar annað kvöld til að ræða um Sam­fylk­ing­una og stjórn­ar­sam­starfið. Lúðvík Berg­vins­son þing­flokks­formaður og Mörður Árna­son varaþingmaður, fram­sögu­menn á fund­in­um.

Í til­kynn­ingu, sem Mörður skrif­ar und­ir, seg­ir að marg­ir Sam­fylk­ing­ar­menn hafi lýst efa­semd­um und­an­farið um þátt­töku flokks­ins í ráðuneyti Geirs Haar­de en þetta sé fyrsti fund­ur­inn í Sam­fylk­ing­unni um af­stöðuna til rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðan banka­hrunið varð fyr­ir hálf­um fjórða mánuði.

Fund­ur­inn verður hald­inn á miðstöð flokks­ins í Reykja­vík, Hall­veig­ar­stíg 1, og hefst kl. 20.30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert