Samfylkingin ræðir stjórnarsamstarfið

Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til opins fundar annað kvöld til að ræða um Samfylkinguna og stjórnarsamstarfið. Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður og Mörður Árnason varaþingmaður, framsögumenn á fundinum.

Í tilkynningu, sem Mörður skrifar undir, segir að margir Samfylkingarmenn hafi lýst efasemdum undanfarið um þátttöku flokksins í ráðuneyti Geirs Haarde en þetta sé fyrsti fundurinn í Samfylkingunni um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar síðan bankahrunið varð fyrir hálfum fjórða mánuði.

Fundurinn verður haldinn á miðstöð flokksins í Reykjavík, Hallveigarstíg 1, og hefst kl. 20.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert