Samstöðumótmæli á Akureyri

Frá mótmælunum á Akureyri í kvöld.
Frá mótmælunum á Akureyri í kvöld. mynd/Daníel Eðvaldsson

„Það er verið að sýna sam­stöðu hér. Við hér fyr­ir norðan get­um ekki farið niður á Aust­ur­völl eða Alþingi, þannig að við ákváðum að fara niður á okk­ar Ráðhús­torg og sýna sam­stöðu með þeim sem eru að berj­ast fyr­ir sunn­an,“ seg­ir Val­gerður Bjarna­dótt­ir, einn mót­mæl­enda í sam­tali við mbl.is í kvöld.

Um það bil 50 manns hafa safn­ast sam­an á torg­inu. Þar hef­ur verið kveikt í litl­um bál­kesti auk þess sem mót­mæl­end­urn­ir nota ýmsa hluti til að fram­kalla hávaða. Kveikt var í Kaupþings­fána og mynd­um af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.  

Val­gerður seg­ir að ákvörðun hafi verið tek­in um klukk­an 20 í kvöld að sýna mót­mæl­un­um í Reykja­vík sam­stöðu. „Það er hug­ur í fólki, en eng­in læti,“ seg­ir hún. „Það streym­ir alltaf fleira og fleira fólk að. Þetta á eft­ir að verða eitt­hvað meira þegar líður á kvöldið.“

Sum­ir mót­mæl­end­ur sögðust ætla að vera þarna í alla nótt til að sýna sam­stöðu.

Lög­regl­an fylg­ist með en ekki hef­ur komið til neinna átaka.

Samstöðumótmæli á Akureyri.
Sam­stöðumót­mæli á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd­ari/Þ​or­geir Bald­urs­son
Lögreglan fjarlægði bretti, sem til stóð að brenna á bálinu.
Lög­regl­an fjar­lægði bretti, sem til stóð að brenna á bál­inu. mynd/​Daní­el Eðvalds­son
mynd/​Daní­el Eðvalds­son
mynd/​Daní­el Eðvalds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert