Þingfundur hófst að nýju á Alþingi nú laust fyrir klukkan 15:30 og hófst þá umræða um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá, sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir. Ekkert lát er á mótmælum utan við Alþingishúsið.
Einskonar pattstaða er í Alþingisgarðinum þar sem hópur mótmælenda er enn og ber bumbur og hrópar slagorð. Lögregla hefur tilkynnt fólkinu, að hún líti á þetta sem ólögleg mótmæli og fólkið eigi að yfirgefa garðinn en við því vilja mótmælendurnir ekki verða.
Hlé var gert á fundum Alþingis svo þingflokksformenn gætu átt fund með forseta Alþingis um þingstörfin í dag.