Eggjum kastað og málningu slett á stjórnarráðið

Mótmæli við stjórnarráðið.
Mótmæli við stjórnarráðið. mbl.is/Júlíus

Á bilinu 50 til 60 lögreglumenn standa nú vörð fyrir framan stjórnarráðið, en þar hafa nokkur hundruð mótmælendur safnast saman. Þeir berja m.a. í potta og pönnur og hrópa: „Vanhæf ríkisstjórn!“. Eggjum hefur verið kastað í stjórnarráðið og rauðri málningu slett á það.

Blaðamaður mbl.is, sem er á svæðinu, segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli mótmælenda og lögreglunnar. Meirihluti mótmælenda mótmæli með friðsömum hætti. Hann segir að örfáir hafi kastað eggjum og málningu í húsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert