Eitt handleggsbrot eftir mótmæli

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. Kristinn Ingvarsson

Sex manns leituðu aðstoðar á slysavarðstofunni í gærkvöldi í tengslum við mótmælin við Alþingishúsið. Að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, yfirlæknis, var um eitt handleggsbrot að ræða en annars minniháttar meiðsl og óþægindi vegna piparúða. Ófeigur segir að fylgst verði með þróun mótmælanna og brugðist við í samræmi við aðstæður, með hópslysavörnum ef þörf krefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert