Ekki óeðlilegt að kjósa áður en kjörtímabili líkur

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að það væri ábyrgðarhluti að stuðla að því að hér yrði stjórnarkreppa ofan á alla þá erfiðleika sem fyrir eru.

Hins vegar væru stjórnmálamenn aldrei andvígir kosningum og ekkert væri óeðlilegt þótt hugað væri að kosningum fyrir 2011, t.d. næsta vetur þegar það versta yrði yfirstaðið og niðurstaða fengin í starfi rannsóknarnefndar um bankahrunið.

Geir vísaði m.a. til frétta, sem borist hefðu síðustu daga um það sem gerðist í Kaupþingi síðustu daga og vikur fyrir hrunið. Það yrði allt rannsakað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert