Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur Mbl sjónvarpi.
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að hvorki hann né formaður Samfylkingarinnar séu á þeim buxunum að boða til kosninga í vor. Ekkert slíkt liggi fyrir. Hann segir fólk eiga rétt á því að mótmæla en ógnandi framkoma við samborgara sé ekki við hæfi.
Ráðherranum var brugðið þegar mótmælendur gerðu aðsúg að honum við Stjórnarráðið.