Fundað með flokksformönnum

Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á …
Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á annað hundrað manns þar laust eftir klukkan 13. mbl.is/Júlíus

Boðaður hef­ur verið fund­ur með for­mönn­um allra þing­flokk­anna á Alþingi og á fund­ur­inn að hefjast klukk­an 13,  sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu Alþing­is. Ekki feng­ust nán­ari upp­lýs­ing­ar um efni fund­ar­ins. 

Þing­fund­ur, sem átti að halda á Alþingi í dag, fell­ur niður. Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, seg­ir ákvörðun­ina ekki standa í sam­bandi við boðuð mót­mæli við Alþing­is­húsið í dag.

Í sam­tali við mbl.is sagði Sturla að verið væri að þrífa Alþing­is­húsið og skipta um rúður auk þess sem gefa þyrfti þing­mönn­um svig­rúm til að und­ir­búa sig fyr­ir umræður sem fram eigi að fara á morg­un, lítið tóm hafi gef­ist til þess í gær.

Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á …
Fólk hef­ur safn­ast sam­an fram­an við Alþing­is­húsið og var á annað hundrað manns þar laust eft­ir klukk­an 13. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka