Fundað með flokksformönnum

Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á …
Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á annað hundrað manns þar laust eftir klukkan 13. mbl.is/Júlíus

Boðaður hefur verið fundur með formönnum allra þingflokkanna á Alþingi og á fundurinn að hefjast klukkan 13,  samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Ekki fengust nánari upplýsingar um efni fundarins. 

Þingfundur, sem átti að halda á Alþingi í dag, fellur niður. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segir ákvörðunina ekki standa í sambandi við boðuð mótmæli við Alþingishúsið í dag.

Í samtali við mbl.is sagði Sturla að verið væri að þrífa Alþingishúsið og skipta um rúður auk þess sem gefa þyrfti þingmönnum svigrúm til að undirbúa sig fyrir umræður sem fram eigi að fara á morgun, lítið tóm hafi gefist til þess í gær.

Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á …
Fólk hefur safnast saman framan við Alþingishúsið og var á annað hundrað manns þar laust eftir klukkan 13. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert