Hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör

Anton Helgi Jónsson
Anton Helgi Jónsson mbl.is


Anton Helgi Jónsson rithöfundur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Einsöngur án undirleiks“ í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs, segir í fréttatilkynningu. Anton Helgi er sjöundi handhafi verðlaunanna frá stofnun samkeppninnar árið 2002. 


„Skáldið beitir taktfastri hrynjandi og næstum þráhyggjukenndum endurtekningum til að undirstrika djúpa angist ljóðmælanda,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali hennar á vinningsljóðinu sem birt verður í Lesbók Morgunblaðsins um næstu helgi.
 
 
Um 300 ljóð bárust í keppnina. Sigurvegarinn fær 500 þúsund króna peningaverðlaun og verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu til varðveislu í eitt ár auk eignargrips sem Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður hannaði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert