Ingibjörg Sólrún væntanleg heim í vikulok

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg heim í vikulokin, en hún hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi síðastliðna viku.  Þar gekkst hún undir aðgerð þar sem sýni voru tekin vegna heilaæxlis og hluti þess jafnframt fjarlægður. Aðgerðin heppnaðist vel en ákvörðun um frekari meðferð liggur ekki fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að Ingibjörg Sólrún verði lögð inn á Landspítalann þegar hún kemur heim þar sem læknar muni taka ákvörðun um framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert