Margt getur farið úrskeiðis

Eldar hafa logað við Austurvöll.
Eldar hafa logað við Austurvöll. mbl.is/Kristinn

Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, hef­ur áhyggj­ur af því mót­mæl­end­ur skuli vera að kveikja bál­kesti við Aust­ur­völl. „Það að kveikja eld er í raun og veru stór­hættu­legt at­hæfi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það geti margt farið úr­skeiðis með skelfi­leg­um af­leiðing­um.

„Vindátt eða annað get­ur breytt at­b­urðarás­inni þannig að þetta læsist í hús. Þarna er mikið af göml­um hús­um sem geta brunnið ansi hratt. Þá eru manns­líf líka í húfi,“ seg­ir hann og vís­ar í ný­lega elds­voða, t.d. á Klapp­ar­stíg þar sem hús gjör­eyðilagðist á ör­fá­um mín­út­um. 

„Þarna eru menn að leika sér að eld­in­um, og það mál­tæki seg­ir allt sem segja þarf,“ seg­ir Jón Viðar. Aðspurður seg­ir hann bæði slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn í viðbragðsstöðu.

Um þúsund mót­mæl­end­ur eru nú á Aust­ur­elli. Þá er lög­regl­an með fjöl­mennt lið á staðnum sem stend­ur vakt­ina. Tveir bál­kest­ir loga nú við þing­húsið. Stól­ar og rúm­dýn­ur eru á meðal þeirra hluta sem nú loga á bál­inu.

Að sögn blaðamanns mbl.is, sem er á staðnum, er mik­il spenna í loft­inu. Lög­regl­an hef­ur hins veg­ar haldið still­ingu og ekki hef­ur komið til neinna átaka. 

Svo virðist sem mót­mæl­end­urn­ir á Aust­ur­velli skipt­ist nú nokkuð í tvo hópa. Ann­ars veg­ar þá sem berja takt­fast bumb­ur og hrópa slag­orð og hins veg­ar minni hóp yngra fólks, sem kast­ar nú flösk­um og kín­verj­um að lög­regl­unni þrátt fyr­ir til­mæli frá öðrum mót­mæl­end­um að láta af slíku. 

Frá Austuvelli.
Frá Austu­velli. mbl.is/​Krist­inn
Kveikt hefur verið í tveimur bálköstum.
Kveikt hef­ur verið í tveim­ur bál­köst­um. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert