Mótmæli fram á nótt

mbl.is

Mótmælendur kveiktu í tvígang í báli við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í nótt eftir að lögregla hafði slökkt í honum um tvöleytið. Um hálf þrjú leytið var á annað hundrað mótmælenda eftir samkvæmt upplýsingum mbl.is en þá gaf lögreglan þeim tilmæli um að yfirgefa Austurvöll. Um þrjúleytið voru nær allir farnir á brott.

Mótmælendur höfðu dregið víðsvegar að til að setja á bálið og voru m.a. farnir að henda bekkjum af Austurvelli á eldinn. Fjórir voru handteknir í nótt og var tveimur sleppt strax. Ekki var mikið um ölvun.

Mótmælendum á Austurvelli tókst undir miðnættið að klippa á víra, sem héldu Óslóarjólatrénu svonefnda uppi en fyrr um kvöldið höfðu verið gerðar nokkrar árangurslausar tilraunir til að kveikja í trénu. Fólkið dró síðan tréð á bálið sem logaði framan við Alþingishúsið og brann glatt.

Ekkert lát var á aðgerðum mótmælenda í gær, sem stóðu á Austurvelli frá því um hádegisbil. Þingfundur á Alþingi er boðaður klukkan 13:30 í dag.

mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert