Óslóartréð borið á bálið

Jólatréð brennur á varðeldinum á Austurvelli.
Jólatréð brennur á varðeldinum á Austurvelli. mbl.is/Golli

Jólatréð frá Ósló, sem enn stóð á Austurvelli í gærkvöldi, var tekið niður og borið á bálið, sem mótmælendur kveiktu framan við tengibyggingu Alþingishússins. Nokkrum sinnum var reynt að kveikja í jólatrénu þar sem það stóð á Austurvelli í gærkvöldi en það logaði illa.

Laust fyrir miðnætti tókst nokkrum úr hópi mótmælenda að klippa á víra, sem héldu jólatrénu uppi. Það hékk í vírunum um stund en féll síðan á jörðina. Mótmælendur drógu það síðan á bálið við fögnuð viðstaddra. 

Klippt var á vírana sem héldu jólatrénu.
Klippt var á vírana sem héldu jólatrénu. mbl.is/Golli
Jólatréð dregið á bálið.
Jólatréð dregið á bálið. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka