Skjálftahrina hefur gengið yfir undir Kleifarvatni og austur undir Vesturháls frá því í síðustu viku og af um 50 skjálftum mældist einn sá öflugasti á mánudaginn eða 2,1 á Richter, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.
Þá er skjálftahrina í gangi við Langjökul og mældust stærstu skjálftarnir í nótt eða 2,6 og 2,8 á Richter en að sögn Veðurstofunnar verða reglulega hrinur á þessum slóðum.