Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi lagði til á fundi borgarstjórnar í gær að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu yrðu sameinuð. Í tillögunni fólst að borgaryfirvöld í Reykjavík leituðu eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Kópavogi, á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ um sameiningu í eitt sveitarfélag. Ólafur kvaðst lengi hafa beitt sér fyrir sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.