Vill verja minnihlutastjórn falli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund blaðamanna síðdegis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund blaðamanna síðdegis. mbl.is/Kristinn

Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli komi til þess að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem samþykkt var á þingflokksfundi og formaður flokksins er að kynna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kynnti þetta nú síðdegis. Í yfirlýsingunni kemur fram, að Sigurmundur Davíð hafi fengið fullt umboð þingflokksins til að bjóða forsvarsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, að mynda minnihlutastjórn flokkanna tvegga, sem varin yrði vantrausti af hálfu Framsóknarflokksins  á meðan alþingiskosningar verða undirbúnar.

„Þetta er háð því að kosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka