Appelsínugul og friðelskandi

Stofnuð hefur verið enn ein hreyfing mótmælenda, appelsínugulur. Í tilkynningu frá hópnum segir að Appelsínugulur sé hreyfing friðsamra mótmælenda, sem hafi verið stofnuð í kjölfar ofbeldisverkanna síðustu dagana. Fulltrúi Appelsínugulra gekk í morgun á fund fulltrúa ríkislögreglustjóra og kynnti þeim að mótmælendur sem klæddust appelsínugulu væru ekki ofbeldisseggir og að þeir fordæmdu ofbeldi. Þar af leiðandi táknaði appelsínuguli liturinn hið sama og hvítur fáni, friðsæl mótmæli.

Í tilkynningu hópsins segir að Appelsínugulur sé friðsöm krafa um breytingar, merki að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum tali aðeins í eigin nafni. Þá merki Appelsínugulur kröfu um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er. Appelsínugulur lýsi ekki stjórnmálaskoðun og eigi sér engan málsvara.
 
Hópurinn hvetur alla friðsama mótmælendur til að merkja sig með appelsínugulum lit og sýna þannig skýrt að þeir taki þátt í friðsömum mótmælum, án ofbeldis, án öfga.

Heimasíða Appelsínugulra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert