Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er mikið af börnum undir lögaldri í miðborginni. Hún segir að mörg þeirra taki nú þátt í mótmælunum. Sum þeirra hafi kastað eggjum og séu að atast í lögreglumönnum.
Lögreglan vill beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna barna að fylgjast með börnunum sínum.
Varðstjóri hjá lögreglunnir hefur áhyggjur af því að mótmælin fari að leysast upp í einhverja þvælu ef áfram heldur sem horfir. Hann segir t.d. að börn á aldrinum 11 til 15 ára streymi í miðborgina þessa stundina til að fylgjast með og taka þátt.