Brugðust við grjótkasti

Marg­ir mót­mæl­enda voru ósátt­ir við aðgerðir lög­regl­unn­ar í Alþing­is­garðinum á þriðju­dag. Þá var garður­inn rudd­ur með til­heyr­andi gus­um af piparúða. Einnig hef­ur meðferð á hand­tekn­um ein­stak­ling­um verið gagn­rýnd.

Stefán Ei­ríks­son seg­ir að fyrst hafi fólki verið ýtt frá Alþing­is­hús­inu, en þar sem rúður hafi verið brotn­ar var ákveðið að rýma. „Tal­in var stór­hætta á því að fólk færi í gegn­um gler­vegg­ina á skál­an­um. Hægt og bít­andi reynd­um við því að ýta fólk­inu lengra frá því að grjót­kast­inu linnti ekki.“

Varðandi hina hand­teknu seg­ir Stefán að lög­regla hafi þurft að verja þá fyr­ir grjót­kasti. „Við neydd­umst því til að fara með það inn í þing­húsið til að tryggja ör­yggi þeirra.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert