Enginn af nýju bönkunum að falla

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustól á Alþingi í dag.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustól á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í lok umræðu á Alþingi um efnahagsmál, að allar innistæður í nýju ríkisbönkunum væru tryggðar. Sögusagnir um að eitthvað óeðlilegt væri að gerast varðandi þau mál væru fráleitar og enginn af nýju bönkunum væri að falla.

Geir sagðist telja, að Íslendingar væru ekki að taka á sig meiri skuldir en þeir gætu risið undir. Þá sagði hann ljóst að framtíðarhorfur á Íslandi væru bjartar og Íslendingar hefðu alla burði til að endurreisa efnahagslífið.

„Það mun takast, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Við Íslendingar munum sýna af okkur þá dug og þrautsegju sem þarf á að halda til að koma málum í höfn," sagði Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka