Erlend fyrirtæki sýna áhuga á virkjunum

Össur Skarphéðinsson í ræðustóli Alþingis í dag.
Össur Skarphéðinsson í ræðustóli Alþingis í dag. mbl.is/Ómar

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi að þeir fjöl­mörgu, sem mót­mælt hefðu við Alþing­is­húsið og víðar, hefðu sýnt mikla still­ingu. Fram kom hjá Öss­uri að þrjú er­lend fyr­ir­tæki hefðu sýnt áhuga á að fjár­magna virkj­an­ir hér á landi.

Össur sagði, að það þyrftu að koma skila­boð frá lög­gjaf­ar­sam­kund­unni um von og bjart­sýni. Því væri ekki að neita, að ís­lenska þjóðin og lög­gjaf­ar­sam­kom­an væru í bölvaðri klípu.  M.a. hefði all­ur þing­heim­ur greitt at­kvæði með þeirri lög­gjöf, sem leiddi til þess skuld­bind­inga þjóðar­inn­ar vegna Ices­a­ve-reik­ing­anna.

En menn yrðu samt að leyfa sér að eiga von um að menn geti unnið sig út úr þess­um vand­ræðum. Þótt Íslend­ing­ar væru stadd­ir í tvö­faldri kreppu, gjald­eyri­skreppu og bankakreppu, hefði eng­in önn­ur þjóð jafn mikla mögu­leika á ná sér á strik. Íslend­ing­ar byggju að auðugum orku­lind­um  og aldrei hefðu gef­ist betri sókn­ar­færi en nú til að búa til gjald­eyri gegn­um ferðaþjón­ust­una.

„Við eig­um ekki að láta það henda okk­ur að víl og böl­móður í þess­um sal verði að sér­stöku efna­hags­vanda­máli," sagði Össur.

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarp­héðins­son. mbl.is/​RAX
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert