Erlendir fjárfestar sýna rekstri Árvakurs áhuga

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Tveir erlendir fjárfestar, Steve Cosser og Everhard Vissers, hafa gert formlegt tilboð í Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins.

„Árvakur er ein margra fjárfestinga sem við höfum áhuga á að leggja í á Íslandi,“ segir Cosser, sem er ástralskur að uppruna og býr yfir mikilli fjölmiðlareynslu, bæði sem fréttamaður og umsvifamikill fjárfestir í fjölmiðlafyrirtækjum í Ástralíu. „Ég hef haft áhuga á fjölmiðlum frá því ég var strákur og við teljum að Morgunblaðið sé vel rekinn miðill. Við erum þó líklega einu tveir bjánarnir í heiminum sem myndu hugleiða að kaupa dagblað sem þeir geta ekki lesið,“ segir hann og hlær.

Leiðir Cossers og hollenska fjárfestisins Vissers lágu saman í fjárfestingum í námavinnslu í Suður-Afríku og Mósambík. Saman stofnuðu þeir Southern Mining Corporation, sem var selt ástralska námafyrirtækinu Western Mining Corp. fyrir 200 milljónir Ástralíudollara.

Að sögn Cossers eru þeir reiðubúnir að breikka eignarhald félagsins þegar fram líða stundir, en telja nú mikilvægast að tryggja áframhaldandi rekstur Árvakurs. Þeir hyggjast ekki gera breytingar á stjórn eða stefnu Morgunblaðsins. „Við skiljum ekki einu sinni það sem stendur í blaðinu og ætlum ekki að skipta okkur af því. Okkur finnst ritstjórnarlegt sjálfstæði mikilvægast og á því þarf Ísland nú að halda.“

Samninginn sem þeir buðu Glitni banka segir hann góðan. „Við buðum bankanum að hann fengi allar sínar veðskuldir greiddar.“

Cosser og Visser hafa áhuga á fleiri fjárfestingum á Íslandi þessa dagana og er uppbygging Tónlistarhússins ein þeirra. „Við áttum 38 fundi á fjórum og hálfum degi sem við vorum á Íslandi og okkur var alls staðar vel tekið. Nú hefur heimsókn okkar spurst út og í kjölfarið hafa margir sett sig í samband.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert